30.11.2024 | 09:48
Evrópusamband og hernaður
Það fer ekki milli mála að Evrópusambandið ætlar að gera sig gildandi í hernaði, samanber hjálagða frétt um hernaðinn í Líbanon. Lesendur ættu að hafa það í huga í kjörklefanum. Það eru ekki margir valkostir sem eru andsnúnir hernaði og þar með talið aðild að Evrópusambandi.
Svör flokkanna í fullveldismálum eru hér:
https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2308487/
Samfylking, Viðreisn, VG og Píratar nenntu greinilega ekki að svara
Svör flokkanna í friðarmálum eru hér:
Og frétt af nýjustu vopnagjöfum Evrópusambandsins er hér:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2024 | 10:39
Punktarnir 20
Í ársbyrjun 2023 gengu þessir 20 punktar víða um netheima. Þeir voru m.a. birtir á frettin.is og víða deilt. Þeir hafa elst vel og astæða til að halda þeim til haga og rifja upp.
20 merkileg atriði varðandi Úkraínustríðið
- Fjölmiðlar sem yfirvöldum í Evrópusambandinu finnst vondir eða leiðinlegir eru bannaðir.
- Enginn mótmælir fjölmiðlabanni í Evrópusambandinu.
- Stórfelld og vafamsöm upptaka á eignum rússneskra einstaklinga á sér stað á Vesturlöndum. Enginn hreyfir mótmælum og ekkert heyrist af málaferlum.
- Allir stærstu fjölmiðlar í Evrópu og á Íslandi enduróma sjónarmið Bandaríkjanna og birta í sífellu fréttir sem falla að þeim. Dæmi: Sagt er í smáatriðum frá sprengingum í Kænugarði, en ekki er sagt frá viðstöðulausu sprengjuregni yfir Donetsk.
- Fullkomið sinnuleysi vegna örlaga mörg hundruð þúsunda ungra manna sem eru beinlínis teknir af lífi.
- Miklir hæfileikar Vesturlandabúa til að sjá ekki sök NATO, einkum Bandaríkjanna.
- Blinda Vesturlandabúa á raunveruleg markmið og sjónarmið Rússa.
- Furðuleg óskhyggja á Vesturlöndum um að Úkraína sé að vinna eða geti yfir höfuð unnið stríðið.
- Blinda á þá staðreynd að Pútín nýtur stuðnings Rússa.
- Illskiljanleg löngun úkraínskra stjórnvalda til að halda völdum í rússnesku héruðum Úkraínu.
- Vilji fólks í Úkraínu til að fórna sér og láta drepa marga fyrir ómerkileg markmið sem þar að auki munu ekki nást.
- Sannfæring Vesturlandabúa um að aðrar reglur gildi fyrir hitt liðið en þeirra eigið lið.
- Sannfæring Vesturlandabúa um að stjórnvöld í Úkraínu segi satt, en Rússar ósatt.
- Rómantískar hugmyndir margra um að Úkraína hái stríð fyrir frelsi og mannréttindum.
- Konur eru áberandi meðal stríðsæsingamanna (Þórdís Kolbrún, Sanna Marín, Ursula von der Leyen, Annalena Baerbrock), en yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru drepnir og limlestir eru karlar. Enginn ræðir þessi mál út frá kynjasjónarmiðum.
- Þögn hernaðarandstæðinga á Íslandi og víðast annars staðar í Evrópu.
- Engar fréttir berast af rannsókn á sprengingunum á gasleiðslunum í Eystrasalti.
- Vilji margra á Íslandi til að styðja hernaðinn í Úkraínu með beinum eða óbeinum hætti.
- NATO setur 20 sinnum meira fé í hermál en Rússar. Samt telja margir á Vesturlöndum, þar á meðal stjórnvöld stórra ríkja að það halli verulega á NATO og það þurfi að borga meira til að verjast Rússum. Hvenær telur þetta fólk að jafnvægi sé náð? Þegar hlutfallið er 50, 100 eða 1000?
- Rússar fengu á sínum tíma að draga landamæri Finnlands að eigin geðþótta og hafa ekki haft uppi neinar landakröfur gagnvart Svíum á síðari öldum. Engin rússnesk þorp eða borgir eru í þessum löndum. Engu að síður virðast margir í Svíþjóð og Finnlandi telja að þeim stafi ógn af Rússum og vilja ganga í hernaðarbandalag sem Rússar telja ógna sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2024 | 17:01
Svörin birt
Á vefnum fridur.is eru svör (sumra) framboða birt við (sumum af) spurningunum sem lagðar voru fyrir. Svo er að sjá að sum framboð hafi ekki treyst sér í allar spurningarnar.
Eins og kunnugt er voru vopnakaupin samþykkt án mótatkvæðis á Alþingi. Nú ber svo við að margir stjórnmálaflokkar eru algerlega á móti vopnakaupum.
Þessi svör þeirra munu kannski hjálpa þeim við að greiða atkvæði næst!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2024 | 22:05
Hvað ætla þeir næstu að borga mikið?
Það eru 3 dagar til kosninga.
Á Alþingi greiddi enginn þingmaður atkvæði gegn því að nokkrir milljarðar yrðu teknir úr ríkissjóði Íslands til að kaupa vopn til að sprengja rússneska og úkraínska drengi. Í stórum stíl.
Hvað skyldi næsta stjórn vilja kaupa margar sprengjur, fyrst sú sem nú er fékk að kaupa eins mikið og hún vildi, án andspyrnu frá Alþingi?
Bloggar | Breytt 28.11.2024 kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2024 | 23:11
Hvers vegna er þessi Rússaandúð?
Andúð á Rússum á sér djúpar rætur á Vesturlöndum, bæði í V-Evrópu og N-Ameríku.
Hér rifjar Glenn Diesen, prófessor í Noregi nokkur fróðleg atriði úr sögu þessarar andúðar.
Rússar vita líklega af þessu.
https://steigan.no/2024/11/glenn-diesen-intervju-hvor-stammer-hatet-mot-russland-fra/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2024 | 12:26
Heilaþvegnir, óttaslegnir og alkóhólistar
Undanfarna tæpa tvo mánuði hefur verið í gangi undirskriftarsöfnun til að hvetja forseta til að skrifa ekki undir lög um vopnakaup.
Þrátt fyrir að 60% Íslendinga séu á móti vopnakaupum og þá er reiknað með öllum sem ekki taka afstöðu, söfnuðust einungis 1344 undirskriftir.
Sumir vildu ekki skrifa undir af ótta við að undirskriftin verði notuð gegn þeim.
Aðrir sögðu að vegna þess að við værum í Nató þyrftum við að kaupa vopn handa Úkraínu, sem er helber lygi því Úkraína er ekki í Nató. Þetta er bara heilaþvottur yfirvalda.
Þriðja ástæðan var að fólk vildi ekki skrifa undir því Ástþór Magnússon skráði hana í nafni Friðar 2000, þó að ýmsir algjörlega óháðir Friði 2000 hafi verið að skrifa greinar og safna undirskriftum. Sýnir hvað fólk er alltaf tilbúið að útiloka og að það er ekki sama hvaðan gott kemur.
Fjórða ástæðan er að fólk nennti hreinlega ekki að pæla í þessu. Það var önugt og hafði miklu meiri áhyggjur af því hvenær það gæti fengið sér næst í glas heldur en hvenær Pútín myndi senda okkur eins og eina kjarnorkusprengju. Þetta reddast er alltaf viðkvæðið. Enda líklegt að eftir dauðann geti menn haldið áfram að drekka eins og þeir vilja.
Þegar koma að því að afhenda forseta undirskriftirnar nennti hún ekki að hitta okkur, þótt hún fengi tvær vikur til að finna tíma. Við fórum því á föstudagsmorgun og tókum í hönd ritarans og tókum mynd. Hvern langar líka að taka í hönd forseta sem er búinn að sleikja Zelensky í bak og fyrir?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2024 | 00:16
Af fallbyssufóðrinu
Sögur ganga af mönnum í Úkraínu sem kæra sig ekki um að varpa sér á víggirðingar Rússa og þiggja kúlu í hausinn að launum.
Hér segir frá því að þeir séu svo margir að það sé ekki hægt að senda þá í steininn, eins og gert hefur verið.
Hvernig færi nú ef blásið yrði til stríðs og enginn mundi mæta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2024 | 11:48
Andspyrna herforingja
Það teljast tíðindi þegar herforingjar í Bandaríkjunum rísa upp og tala gegn stríðinu. Segja má að Scott Ritter og Douglas Macgregor falli í þann flokk, en nú hefur maður að nafni Michael Flynn tekið til máls.
Frjálst Ísland vekur athygli á málinu og rifjar upp nokkur atriði í Úkraínustríðinu:
https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2308247/
Fréttin af Flynn herforingja:
https://www.youtube.com/watch?v=9UhTC5ddOaU
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2024 | 00:10
Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
Evrópusambandið hefur lengi viljað verða hernaðarbandalag, en það hefur gengið hægt. Viljann hefur ekki skort, en sambandið er seint í svifum og hægt til vinnu, svo þetta hefur allt gengið fremur rólega.
Nú standa vonir til að hægt verði að hraða á hervæðingunni. Af þessu tilefni er viðeigandi að rifja upp gamla grein, sem geymd er á tenglinum sem hér fylgir. Þar er meðal annars bent á að vígbúnaðarstefnan er skrifuð inn í Lissabonsáttmála sambandsins.
Í greininni segir m.a.:
Mikil áhersla er lögð á sameiginlega utanríkisstefnu og ljóst er að skoðun bandalagsins er að henni þurfi að fylgja eftir með hervaldi. Í 42. grein sáttmálans segir að sameiginleg öryggis- og hernaðarstefna(1) skuli mótast af framsækni og stefnt sé að sameiginlegum her þegar Æðsta ráðið (e. European Council) samþykkir slíkt samhljóða.
Í sömu grein er fjallað um skuldbindingar aðildarríkja. Þar segir m.a.:Aðildarríki skulu með hernaði og öðrum aðgerðum (e. civilian) framfylgja sameiginlegri öryggis- og hernaðarstefnu (e. defence policy) og ákvörðunum Ráðsins (e. the Council) þar að lútandi. Síðar í sömu grein er hnykkt á vígbúnaðarskyldunni með orðunum Aðildarríki skulu sýna framsækni í vígvæðingu sem með þjálari og skýrari hætti má orða svo: Aðildarríki skulu vígbúast af kappi. Þá er fjallað með mörgum orðum um að hermálaþjónusta Evrópusambandsins sé til ráðgjafar við vígbúnað og styrkingu og þróun á hergagnaiðnaði.
https://fridur.is/er-evropusambandi%C3%B0-ekki-fri%C3%B0arbandalag/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2024 | 02:06
Stríð og friður á Samstöðinni
Stríð og frið bar á góma á Samstöðinni í gærkvöldi, 21. nóvember 2024
Tengill er hér að neðan.
Auk Björns Þorlákssonar voru Helga Vala Helgadóttir og Haraldur Ólafsson við borðið.
Rætt var um að Evrópusambandið væri smám saman að breytast í hernaðarbandalag, það væri einlægur vilji bandalagsins, en það hefði gengið frekar hægt að framfylgja því undanfarin ár. Nú sjá þeir sem hallast að hernaði sér leik á borði að herða á hervæðingu bandalagsins.
Minnt var á að í Lissabonsáttmála Evrópusambandsins væru viðamiklar kvaðir lagðar á aðildarríki hvað varðar raðstöfun fjármuna til hermála.
Það er vitaskud fráleitt að færa bandalagi af þessu tagi aukin völd á Íslandi
https://www.youtube.com/watch?v=mYw-m2nf4vg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gegn stríði
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 3307
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar