Sorgarfréttir

Alþingi samþykkti í dag fjárlagafrumvarpið með heimildum fyrir 7 milljarða króna í hernaðarbrölt í Úkraínu, land sem er ekki einu sinni í Nató og fyrir stríð sem kemur okkur ekki við. Peningarnir fara í vopnakaup og herbúningar og fleira tengt stríði.

Einungis 21 þingmaður samþykkti frumvarpið, þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hinir flokkarnir voru ýmis fjarverandi eða sátu hjá. Dugleysi og heigulsháttur hjá þingmmönnum að geta ekki druslast til að fjarlægja þetta úr frumvarpinu.

Nú er að sjá hvort forseti Íslands standi við orðin sem hún sagði í framboðinu um að Ísland ætti alltaf að vera boðberi friðar og að vopn væru aldrei lausnin. Voru þetta innantóm orð? Er hún bara tækifærissinni sem lýgur hverju sem er til að komast í embætti? Er hún alveg jafn mikill landráðamaður og þau hin?


Grundvallarspurning

Það eru nokkrar grundvallarspurningar sem Íslendingar neyðast til að velta fyrir sér.  

Ein er þessi:

Ef uppi verður ágreiningur í útlöndum og menn fara að drepa hverjir aðra í stórum stíl, hvort eiga Íslendingar að meta hvor hafi betri málstað og kaupa handa honum sprengjur eða reyna eftir fremsta megni að bera klæði á vopnin?

 

 

 

 


Bloggfærslur 19. nóvember 2024

Um bloggið

Gegn stríði

Höfundur

Hildur Þórðardóttir
Hildur Þórðardóttir

Samtök gegn stríði voru stofnuð til að mótmæla vopnakaupum íslenska ríkisins. Ekki aðeins eru þau ólögleg samkvæmt íslenskum lögum heldur ganga þvert á vilja þjóðarinnar.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • afstada-ukraina-europa.eu
  • tjorvi-helgi-hrafn-ukraina
  • thordis-kolbrun
  • ukraina-prosent-flokkar
  • ukraina-prosent-heild

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband