23.11.2024 | 00:10
Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
Evrópusambandið hefur lengi viljað verða hernaðarbandalag, en það hefur gengið hægt. Viljann hefur ekki skort, en sambandið er seint í svifum og hægt til vinnu, svo þetta hefur allt gengið fremur rólega.
Nú standa vonir til að hægt verði að hraða á hervæðingunni. Af þessu tilefni er viðeigandi að rifja upp gamla grein, sem geymd er á tenglinum sem hér fylgir. Þar er meðal annars bent á að vígbúnaðarstefnan er skrifuð inn í Lissabonsáttmála sambandsins.
Í greininni segir m.a.:
Mikil áhersla er lögð á sameiginlega utanríkisstefnu og ljóst er að skoðun bandalagsins er að henni þurfi að fylgja eftir með hervaldi. Í 42. grein sáttmálans segir að sameiginleg öryggis- og hernaðarstefna(1) skuli mótast af framsækni og stefnt sé að sameiginlegum her þegar Æðsta ráðið (e. European Council) samþykkir slíkt samhljóða.
Í sömu grein er fjallað um skuldbindingar aðildarríkja. Þar segir m.a.:Aðildarríki skulu með hernaði og öðrum aðgerðum (e. civilian) framfylgja sameiginlegri öryggis- og hernaðarstefnu (e. defence policy) og ákvörðunum Ráðsins (e. the Council) þar að lútandi. Síðar í sömu grein er hnykkt á vígbúnaðarskyldunni með orðunum Aðildarríki skulu sýna framsækni í vígvæðingu sem með þjálari og skýrari hætti má orða svo: Aðildarríki skulu vígbúast af kappi. Þá er fjallað með mörgum orðum um að hermálaþjónusta Evrópusambandsins sé til ráðgjafar við vígbúnað og styrkingu og þróun á hergagnaiðnaði.
https://fridur.is/er-evropusambandi%C3%B0-ekki-fri%C3%B0arbandalag/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 23. nóvember 2024
Um bloggið
Gegn stríði
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 33
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 978
- Frá upphafi: 1058
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 714
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar