Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?

Evrópusambandið hefur lengi viljað verða hernaðarbandalag, en það hefur gengið hægt.  Viljann hefur ekki skort, en sambandið er seint í svifum og hægt til vinnu, svo þetta hefur allt gengið fremur rólega.

Nú standa vonir til að hægt verði að hraða á hervæðingunni.  Af þessu tilefni er viðeigandi að rifja upp gamla grein, sem geymd er á tenglinum sem hér fylgir.  Þar er meðal annars bent á að vígbúnaðarstefnan er skrifuð inn í Lissabonsáttmála sambandsins. 

 

Í greininni segir m.a.: 

 

Mikil áhersla er lögð á sameiginlega utanríkisstefnu og ljóst er að skoðun bandalagsins er að henni þurfi að fylgja eftir með hervaldi. Í 42. grein sáttmálans segir að sameiginleg öryggis- og hernaðarstefna(1) skuli mótast af framsækni og stefnt sé að sameiginlegum her þegar Æðsta ráðið (e. European Council) samþykkir slíkt samhljóða.

Í sömu grein er fjallað um skuldbindingar aðildarríkja. Þar segir m.a.:”Aðildarríki skulu með hernaði og öðrum aðgerðum (e. civilian) framfylgja sameiginlegri öryggis- og hernaðarstefnu (e. defence policy) og ákvörðunum Ráðsins (e. the Council) þar að lútandi.” Síðar í sömu grein er hnykkt á vígbúnaðarskyldunni með orðunum ”Aðildarríki skulu sýna framsækni í vígvæðingu” sem með þjálari og skýrari hætti má orða svo: ”Aðildarríki skulu vígbúast af kappi”. Þá er fjallað með mörgum orðum um að hermálaþjónusta Evrópusambandsins sé til ráðgjafar við vígbúnað og styrkingu og þróun á hergagnaiðnaði.

 

https://fridur.is/er-evropusambandi%C3%B0-ekki-fri%C3%B0arbandalag/


Bloggfærslur 23. nóvember 2024

Um bloggið

Gegn stríði

Höfundur

Hildur Þórðardóttir
Hildur Þórðardóttir

Samtök gegn stríði voru stofnuð til að mótmæla vopnakaupum íslenska ríkisins. Ekki aðeins eru þau ólögleg samkvæmt íslenskum lögum heldur ganga þvert á vilja þjóðarinnar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • thordis-kolbrun
  • ukraina-prosent-flokkar
  • ukraina-prosent-heild

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 978
  • Frá upphafi: 1058

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 714
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband