3.11.2024 | 10:59
Nýstofnuð Samtök gegn stríði
Samtök gegn stríði voru stofnuð til að vinna gegn vopnakaupum íslenska ríkisins. Vopnakaupin voru gerð án samráðs við þjóðina, falin inni í frumvörpum um mannúðaraðstoð við stríðandi ríki sem kemur okkur ekkert við.
Við Íslendingar höfum alltaf verið stolt af því að vera herlaust land og friðsamt, alla vega þjóðin sjálf. Hins vegar höfum við kosið yfir okkur valdagráðugt fólk sem vilja spila með stóru strákunum úti í heimi. Þetta fólk fær kikk úr því að standa á myndum með erlendum leiðtogum og lofar öllu fögru í staðinn.
Þetta eru gífurlegar upphæðir sem íslenska ríkið er að verja í hernað, á sama tíma og halli er á ríkisfjárlögum og erlendar skuldir aukast. Má því segja að þetta sé allt tekið með lánum.
Árið 2022 fóru 2,2 milljarðar í hernað, árið 2023 fóru 3,5 milljarðar og það sem af er árinu 2024 hafa 4,8 milljarðar farið í hernað. Samtals eru þetta um 10 milljarðar og búið að gera samninga um 24 milljarða í viðbót á næstu árum. Þetta þarf að stoppa.
Hvorki Úkraína né Rússland eru þátttakendur í Nató svo okkur ber engin skylda til að taka þátt í þessu stríði. En með þátttökunni er búið að gera okkur að hernaðarskotmarki. Ef Pútín er eins hræðilegur og (fals)fjölmiðlar vilja vera láta þá mun hann ekki hika við að senda eina góða kjarnorkusprengju á Ísland. Þetta er afskekkt land og fámennt land og tiltölulega fáir sem drepast. Hins vegar mundi það senda Evrópu skýr skilaboð.
Í Almennu hegningarlögunum er beinlínis kveðið á um að það séu landráð að setja slíkar kvaðir á land og þjóð. Varnarmálasamingurinn segir að ráðamenn megi eingöngu beita sér fyrir varnarstarfi, alls ekki taka þátt í sóknum á annað ríki, eins og Úkraína klárlega er að gera með þvi að senda eldflaugar inn í Rússland.
Í Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er kveðið á um að handhafar framkvæmdavalds megi aldrei setja kvaðir á landið sem stofna okkur í hættu eða grafa undan fullveldi þjóðarinnar. Með þessum hernaðarafskiptum eru stjórnvöld að draga okkur inn í stríð sem okkur kemur okkur ekki við.
Um bloggið
Gegn stríði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.11.): 51
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 131
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fagna þessu. Þetta er skynsamleg rödd og mikilvæg nú þegar stjórnöldin eru mjög gagnrýniverð. Er það skrýtið að efnahagur landsins versni þegar verið er að reita stórveldin til reiði og borga stórar fjárhæðir til ríkis, Úkraínu, fyrir að fórna mannslífum í tilgangslaust stríð?
Það sem er að gerast er einfalt. Stjórnmálamenn eins og Þórdís Kolbrún eru að reyna að halda andlitinu. Frankfúrt skólinn og aðrir marxistar yfirtóku skólakerfið snemma á 20. öldinni og það er hinn eini sanni fasismi, jafnaðarfasismi.
Vaxandi þjóðernishyggja veldur pólitíkusum áhyggjum sem héldu að sögunni væri lokið, og Disneydraumurinn orðinn að veruleika. Þetta fólk lifir í Hollywoodkvikmyndum.
Fjölmenningin og róbótavæðingin skilja marga eftir atvinnulausa.
Ég hef mikla samúð með Úkraínumönnum. Þeir eru látnir fórna sér fyrir kolsvarta valdagræðgi í demókrötum og hrynjandi Evrópukrötum.
Til að Ísland geti verið sjálfstætt og þjóðin okkar þurfum við að tala skýrri röddu um að stöðva þetta og hjálpa þjóðum með því að koma á friði.
Já, þetta eru góðar fréttir. Kommúnistar vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga eins og VG, því ef þeir tala um frið eru þeir sakaðir um að standa gegn kvenréttindum og styðja Pútín.
Það er áróður og einföldun. Það er krataelítan sem er fólki hættuleg.
Þessi samtök fá vonandi stuðning þvert á flokka. Enn eru margir í VG sem vilja frið og standa með þessu, og jafnvel einhverjir í Miðflokknum.
Ingólfur Sigurðsson, 4.11.2024 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning