Heilaþvegnir, óttaslegnir og alkóhólistar

Undanfarna tæpa tvo mánuði hefur verið í gangi undirskriftarsöfnun til að hvetja forseta til að skrifa ekki undir lög um vopnakaup.

Þrátt fyrir að 60% Íslendinga séu á móti vopnakaupum og þá er reiknað með öllum sem ekki taka afstöðu, söfnuðust einungis 1344 undirskriftir.

Sumir vildu ekki skrifa undir af ótta við að undirskriftin verði notuð gegn þeim.

Aðrir sögðu að vegna þess að við værum í Nató þyrftum við að kaupa vopn handa Úkraínu, sem er helber lygi því Úkraína er ekki í Nató. Þetta er bara heilaþvottur yfirvalda.

Þriðja ástæðan var að fólk vildi ekki skrifa undir því Ástþór Magnússon skráði hana í nafni Friðar 2000, þó að ýmsir algjörlega óháðir Friði 2000 hafi verið að skrifa greinar og safna undirskriftum. Sýnir hvað fólk er alltaf tilbúið að útiloka og að það er ekki sama hvaðan gott kemur. 

Fjórða ástæðan er að fólk nennti hreinlega ekki að pæla í þessu. Það var önugt og hafði miklu meiri áhyggjur af því hvenær það gæti fengið sér næst í glas heldur en hvenær Pútín myndi senda okkur eins og eina kjarnorkusprengju. Þetta reddast er alltaf viðkvæðið. Enda líklegt að eftir dauðann geti menn haldið áfram að drekka eins og þeir vilja. 

Þegar koma að því að afhenda forseta undirskriftirnar nennti hún ekki að hitta okkur, þótt hún fengi tvær vikur til að finna tíma. Við fórum því á föstudagsmorgun og tókum í hönd ritarans og tókum mynd. Hvern langar líka að taka í hönd forseta sem er búinn að sleikja Zelensky í bak og fyrir?  

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Gegn stríði

Höfundur

Hildur Þórðardóttir
Hildur Þórðardóttir

Samtök gegn stríði voru stofnuð til að mótmæla vopnakaupum íslenska ríkisins. Ekki aðeins eru þau ólögleg samkvæmt íslenskum lögum heldur ganga þvert á vilja þjóðarinnar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • thordis-kolbrun
  • ukraina-prosent-flokkar
  • ukraina-prosent-heild

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 107
  • Sl. sólarhring: 147
  • Sl. viku: 1049
  • Frá upphafi: 1203

Annað

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 777
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband