23.12.2024 | 18:50
Vill þjóð í friðargöngu ganga í herveldi?
Í dag er gengið til friðar niður Laugaveg. Sú Þorláksmessuhefð komst á þegar kalda stríðið stóð hátt, fyrir nærri hálfri öld síðan. Seint verður sagt að það sé sérlega friðsamt í heiminum þessa dagana. Barist er víða og fólki slátrað eins og enginn sé morgundagurinn. Í Úkraínu er líklega búið að drepa eða limlesta vel á aðra milljón ungra manna.
Evrópusambandið er ákafur gerandi í þeim leik, og er stolt af því.
Á sama tíma segist ríkisstjórn Íslands vilja ýta af stað ferli sem miðar að því að gera Íslendinga að þegnum í því sama Evrópusambandi.
Þeir sem ganga niður Laugaveginn í dag ættu að velta fyrir sér hvort þeir vilji gera börnum sínum og barnabörnum að lúta því sambandi.
Um bloggið
Gegn stríði
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 4
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 102
- Frá upphafi: 2474
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning