Hvað liggur að baki?

Það sætir furðu af hverju í ósköpunum íslenskir ráðamenn eru tilbúnir að moka peningum í mann og málstað sem er svo augljóslega tapaður. Úkraína átti aldrei séns í Rússland og Bandaríkin stóðu aldrei þétt að baki þeim, heldur var þetta frekar stuðningur á hliðarlínunni. Fyrir Evrópubúa virðist þetta hins vegar vera upp líf eða dauða.

Nú þegar Trump er á góðri leið með að enda stríðið ætla ráðamenn samt að halda áfram að ausa peningum og vopnum í stríð sem er búið.

Eins og hin danska Mette sagði er friður hættulegri en stríð í þeirra augum. Þetta er orðið eins og skáldsagan 1984 þar sem stríð er friður. 

Af hverju að halda áfram þessu peningaaustri? 

Eina skýringin sem ég fæ er að þessir sömu ráðamenn sem halda stríðskyndlinum sem hæst á lofti hafa beina fjárhagslega hagsmuni af því að halda áfram. Fyrir hvern milljarð sem eyrnamerktur er Úkraínu fer ákveðin prósenta inn á einkareikning þeirra. Mjög auðvelt í framkvæmd þegar svo spillt land sem Úkraína er á í hlut.

Aðeins helmingurinn af peningum og vopnum sem Bandaríkin sendu rataði á rétta staði, hitt endaði í vasa hinn fjölmörgu spilltu embættismanna og kjörinna fulltrúa á leiðinni. Af hverju ætti þetta að vera eitthvað öðruvísi hér á landi? Ekki hefur Ísland verið þekkt fyrir spillingaleysi hingað til.

Önnur skýringin er að ráðamenn okkar eru svo afvegaleiddir í blekkingunni og blindir í hatri að öll skynsemi nær ekki til þeirra. Miklu betra að slíta á stjórnmálatengsl við Rússland og nú lítillækka æðsta mann Bandaríkjanna. Þetta myndi þýða að ráðamenn séu hver öðrum heimskari.

Eru ráðamenn okkar svona heimskir eða fitna aflandsreikningar þeirra feitt?

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Gegn stríði

Höfundur

Hildur Þórðardóttir
Hildur Þórðardóttir

Samtök gegn stríði voru stofnuð til að mótmæla vopnakaupum íslenska ríkisins. Ekki aðeins eru þau ólögleg samkvæmt íslenskum lögum heldur ganga þvert á vilja þjóðarinnar.

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • afstada-ukraina-europa.eu
  • tjorvi-helgi-hrafn-ukraina
  • thordis-kolbrun
  • ukraina-prosent-flokkar
  • ukraina-prosent-heild

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband