8.12.2024 | 13:26
Til að halda stríði gangandi
Til að halda stríði gangandi þarf að sinna ýmsum skylduverkum. Í fyrsta lagi þarf að viðhalda skrímslavæðingu óvinarins. Hann er svo vondur að það verður að halda stríðinu áfram. Í öðru lagi þarf að koma í veg fyrir að sjónarmið óvinarins heyrist.
Sífellt berast fréttir um að uppskriftinni sé fylgt. Evrópusambandið bannar rússneska fjölmiðla og í hvert sinn sem eitthvað bregður út af kemur flóðbylgja af fréttum þar sem hver miðillinn lepur upp eftir öðrum að Rússar séu sökudólgurinn. Þannig nýttist tjón á snúrum í Eystrasalti vel til að viðhalda skrímslavæðingu Rússa. Í málum af því tagi skiptir sannleikurinn litlu máli. Þegar leiðrétting berst er sagan búin að gera sitt gagn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.12.2024 | 16:49
Þeir nenna þessu ekki lengur
Fréttir berast af því að menn strjúki úr hernaði. Það er auðvitað ágætt, því ef enginn mætir verður ekki stríð. Það vekur hins vegar furðu að það skulu bara vera 200.000 en ekki tvær milljónir sem hafa sagt upp þessu starfi í Úkraínu.
https://libertarianinstitute.org/news/as-many-as-200000-ukrainian-soldiers-have-deserted/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2024 | 22:47
Á fleygiferð að hengiflugi
Varla líður sá dagur að ekki berist nýjar fréttir af því að skref hafi verið tekið í átt að heimsstyrjöld.
Ljóst er að öllum flóknu vígvélunum sem sendar hafa verið til Úkraínu er stjórnað af hermönnum vesturveldanna. Heimamenn kunna einfaldlega ekki á tækin.
Á sama tíma prófa Rússar nýja sprengiflaug sem flýgur svo hratt að engin leið er að stöðva hana.
Og enn æpa menn á torgum vesturlanda: "meira stríð, meira stríð", eins og árið 1914.
Úti á Íslandi velta svo sumir fyrir sér hvort ekki sé best að fá þessu fólki stjórnvald á Íslandi.
https://steigan.no/2024/12/norge-aktivt-med-i-krigen-sender-kampfly-og-soldater-til-polen/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2024 | 21:12
Tryggja áfram svartamarkaðsbrask Zelenskys
Er það ekki einkennilegt að enginn sem gagnrýndi vopnakaupin skuli hafa komist inn á þing? Er þetta til að tryggja að engin umræða skapist um ólögmæti vopnakaupanna? Til að enginn bryddi upp á því að þingmenn síðasta þings séu allir landráðamenn? og fyrrverandi og núverandi forseti líka.
Hvaða öfl eru hér að baki? Hver fær borgað inn á prívatreikninga á aflandseyjum fyrir að koma vopnakaupunum í gegnum þingið?
Og síðast en ekki síst, þegar Trump tekur við og stríðið í Úkraínu hættir (vonandi) mun þá íslenska ríkið halda áfram að senda vopn þarna út? Tilgangurinn er jú að fóðra svartamarkaðsbrask Zelensky og félaga, að selja vopnin áfram til Bangladesh og alls kyns landa og hryðjuverkahópa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2024 | 12:31
Herskár pírati
Það sætir furðu hversu hallir sumir Íslendingar eru undir manndráp í stórum stíl í pólitískum tilgangi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2024 | 19:23
Ísland fullvalda og hlutlaust - 1. desember 1918
Í dag á hið fullvalda Ísland 106 ára afmæli. Höldum upp á það, ekki síst vegna þess að í sambandslagasáttmálanum frá 1918 segir orðrétt í 19. grein sáttmálans:
Danmörk......tilkynnir jafnframt, að Ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu og að það hafi engan gunnfána.
Það er löngu tímabært að halda þessari yfirlýsingu hærra á loft en gert hefur verið - og að ganga eftir því að 19. grein sáttmalans verði virt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2024 | 09:48
Evrópusamband og hernaður
Það fer ekki milli mála að Evrópusambandið ætlar að gera sig gildandi í hernaði, samanber hjálagða frétt um hernaðinn í Líbanon. Lesendur ættu að hafa það í huga í kjörklefanum. Það eru ekki margir valkostir sem eru andsnúnir hernaði og þar með talið aðild að Evrópusambandi.
Svör flokkanna í fullveldismálum eru hér:
https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2308487/
Samfylking, Viðreisn, VG og Píratar nenntu greinilega ekki að svara
Svör flokkanna í friðarmálum eru hér:
Og frétt af nýjustu vopnagjöfum Evrópusambandsins er hér:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2024 | 10:39
Punktarnir 20
Í ársbyrjun 2023 gengu þessir 20 punktar víða um netheima. Þeir voru m.a. birtir á frettin.is og víða deilt. Þeir hafa elst vel og astæða til að halda þeim til haga og rifja upp.
20 merkileg atriði varðandi Úkraínustríðið
- Fjölmiðlar sem yfirvöldum í Evrópusambandinu finnst vondir eða leiðinlegir eru bannaðir.
- Enginn mótmælir fjölmiðlabanni í Evrópusambandinu.
- Stórfelld og vafamsöm upptaka á eignum rússneskra einstaklinga á sér stað á Vesturlöndum. Enginn hreyfir mótmælum og ekkert heyrist af málaferlum.
- Allir stærstu fjölmiðlar í Evrópu og á Íslandi enduróma sjónarmið Bandaríkjanna og birta í sífellu fréttir sem falla að þeim. Dæmi: Sagt er í smáatriðum frá sprengingum í Kænugarði, en ekki er sagt frá viðstöðulausu sprengjuregni yfir Donetsk.
- Fullkomið sinnuleysi vegna örlaga mörg hundruð þúsunda ungra manna sem eru beinlínis teknir af lífi.
- Miklir hæfileikar Vesturlandabúa til að sjá ekki sök NATO, einkum Bandaríkjanna.
- Blinda Vesturlandabúa á raunveruleg markmið og sjónarmið Rússa.
- Furðuleg óskhyggja á Vesturlöndum um að Úkraína sé að vinna eða geti yfir höfuð unnið stríðið.
- Blinda á þá staðreynd að Pútín nýtur stuðnings Rússa.
- Illskiljanleg löngun úkraínskra stjórnvalda til að halda völdum í rússnesku héruðum Úkraínu.
- Vilji fólks í Úkraínu til að fórna sér og láta drepa marga fyrir ómerkileg markmið sem þar að auki munu ekki nást.
- Sannfæring Vesturlandabúa um að aðrar reglur gildi fyrir hitt liðið en þeirra eigið lið.
- Sannfæring Vesturlandabúa um að stjórnvöld í Úkraínu segi satt, en Rússar ósatt.
- Rómantískar hugmyndir margra um að Úkraína hái stríð fyrir frelsi og mannréttindum.
- Konur eru áberandi meðal stríðsæsingamanna (Þórdís Kolbrún, Sanna Marín, Ursula von der Leyen, Annalena Baerbrock), en yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru drepnir og limlestir eru karlar. Enginn ræðir þessi mál út frá kynjasjónarmiðum.
- Þögn hernaðarandstæðinga á Íslandi og víðast annars staðar í Evrópu.
- Engar fréttir berast af rannsókn á sprengingunum á gasleiðslunum í Eystrasalti.
- Vilji margra á Íslandi til að styðja hernaðinn í Úkraínu með beinum eða óbeinum hætti.
- NATO setur 20 sinnum meira fé í hermál en Rússar. Samt telja margir á Vesturlöndum, þar á meðal stjórnvöld stórra ríkja að það halli verulega á NATO og það þurfi að borga meira til að verjast Rússum. Hvenær telur þetta fólk að jafnvægi sé náð? Þegar hlutfallið er 50, 100 eða 1000?
- Rússar fengu á sínum tíma að draga landamæri Finnlands að eigin geðþótta og hafa ekki haft uppi neinar landakröfur gagnvart Svíum á síðari öldum. Engin rússnesk þorp eða borgir eru í þessum löndum. Engu að síður virðast margir í Svíþjóð og Finnlandi telja að þeim stafi ógn af Rússum og vilja ganga í hernaðarbandalag sem Rússar telja ógna sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2024 | 17:01
Svörin birt
Á vefnum fridur.is eru svör (sumra) framboða birt við (sumum af) spurningunum sem lagðar voru fyrir. Svo er að sjá að sum framboð hafi ekki treyst sér í allar spurningarnar.
Eins og kunnugt er voru vopnakaupin samþykkt án mótatkvæðis á Alþingi. Nú ber svo við að margir stjórnmálaflokkar eru algerlega á móti vopnakaupum.
Þessi svör þeirra munu kannski hjálpa þeim við að greiða atkvæði næst!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2024 | 22:05
Hvað ætla þeir næstu að borga mikið?
Það eru 3 dagar til kosninga.
Á Alþingi greiddi enginn þingmaður atkvæði gegn því að nokkrir milljarðar yrðu teknir úr ríkissjóði Íslands til að kaupa vopn til að sprengja rússneska og úkraínska drengi. Í stórum stíl.
Hvað skyldi næsta stjórn vilja kaupa margar sprengjur, fyrst sú sem nú er fékk að kaupa eins mikið og hún vildi, án andspyrnu frá Alþingi?
Bloggar | Breytt 28.11.2024 kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gegn stríði
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar