Hvers vegna er þessi Rússaandúð?

Andúð á Rússum á sér djúpar rætur á Vesturlöndum, bæði í V-Evrópu og N-Ameríku.  

Hér rifjar Glenn Diesen, prófessor í Noregi nokkur fróðleg atriði úr sögu þessarar andúðar. 

Rússar vita líklega af þessu. 

 

https://steigan.no/2024/11/glenn-diesen-intervju-hvor-stammer-hatet-mot-russland-fra/


Heilaþvegnir, óttaslegnir og alkóhólistar

Undanfarna tæpa tvo mánuði hefur verið í gangi undirskriftarsöfnun til að hvetja forseta til að skrifa ekki undir lög um vopnakaup.

Þrátt fyrir að 60% Íslendinga séu á móti vopnakaupum og þá er reiknað með öllum sem ekki taka afstöðu, söfnuðust einungis 1344 undirskriftir.

Sumir vildu ekki skrifa undir af ótta við að undirskriftin verði notuð gegn þeim.

Aðrir sögðu að vegna þess að við værum í Nató þyrftum við að kaupa vopn handa Úkraínu, sem er helber lygi því Úkraína er ekki í Nató. Þetta er bara heilaþvottur yfirvalda.

Þriðja ástæðan var að fólk vildi ekki skrifa undir því Ástþór Magnússon skráði hana í nafni Friðar 2000, þó að ýmsir algjörlega óháðir Friði 2000 hafi verið að skrifa greinar og safna undirskriftum. Sýnir hvað fólk er alltaf tilbúið að útiloka og að það er ekki sama hvaðan gott kemur. 

Fjórða ástæðan er að fólk nennti hreinlega ekki að pæla í þessu. Það var önugt og hafði miklu meiri áhyggjur af því hvenær það gæti fengið sér næst í glas heldur en hvenær Pútín myndi senda okkur eins og eina kjarnorkusprengju. Þetta reddast er alltaf viðkvæðið. Enda líklegt að eftir dauðann geti menn haldið áfram að drekka eins og þeir vilja. 

Þegar koma að því að afhenda forseta undirskriftirnar nennti hún ekki að hitta okkur, þótt hún fengi tvær vikur til að finna tíma. Við fórum því á föstudagsmorgun og tókum í hönd ritarans og tókum mynd. Hvern langar líka að taka í hönd forseta sem er búinn að sleikja Zelensky í bak og fyrir?  

 


Af fallbyssufóðrinu

Sögur ganga af mönnum í Úkraínu sem kæra sig ekki um að varpa sér á víggirðingar Rússa og þiggja kúlu í hausinn að launum. 

Hér segir frá því að þeir séu svo margir að það sé ekki hægt að senda þá í steininn, eins og gert hefur verið.  

Hvernig færi nú ef blásið yrði til stríðs og enginn mundi mæta?

https://www.msn.com/en-xl/news/other/ukraine-eases-punishment-for-first-time-deserters/vi-AA1uzA7o?ocid=entnewsntp&pc=U531&cvid=4eff40264b454e67bf57b2c63adba0fb&ei=14


Andspyrna herforingja

Það teljast tíðindi þegar herforingjar í Bandaríkjunum rísa upp og tala gegn stríðinu.  Segja má að Scott Ritter og Douglas Macgregor falli í þann flokk, en nú hefur maður að nafni Michael Flynn tekið til máls.


Frjálst Ísland vekur athygli á málinu og rifjar upp nokkur atriði í Úkraínustríðinu:

https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2308247/

 

Fréttin af Flynn herforingja: 

https://www.youtube.com/watch?v=9UhTC5ddOaU


Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?

Evrópusambandið hefur lengi viljað verða hernaðarbandalag, en það hefur gengið hægt.  Viljann hefur ekki skort, en sambandið er seint í svifum og hægt til vinnu, svo þetta hefur allt gengið fremur rólega.

Nú standa vonir til að hægt verði að hraða á hervæðingunni.  Af þessu tilefni er viðeigandi að rifja upp gamla grein, sem geymd er á tenglinum sem hér fylgir.  Þar er meðal annars bent á að vígbúnaðarstefnan er skrifuð inn í Lissabonsáttmála sambandsins. 

 

Í greininni segir m.a.: 

 

Mikil áhersla er lögð á sameiginlega utanríkisstefnu og ljóst er að skoðun bandalagsins er að henni þurfi að fylgja eftir með hervaldi. Í 42. grein sáttmálans segir að sameiginleg öryggis- og hernaðarstefna(1) skuli mótast af framsækni og stefnt sé að sameiginlegum her þegar Æðsta ráðið (e. European Council) samþykkir slíkt samhljóða.

Í sömu grein er fjallað um skuldbindingar aðildarríkja. Þar segir m.a.:”Aðildarríki skulu með hernaði og öðrum aðgerðum (e. civilian) framfylgja sameiginlegri öryggis- og hernaðarstefnu (e. defence policy) og ákvörðunum Ráðsins (e. the Council) þar að lútandi.” Síðar í sömu grein er hnykkt á vígbúnaðarskyldunni með orðunum ”Aðildarríki skulu sýna framsækni í vígvæðingu” sem með þjálari og skýrari hætti má orða svo: ”Aðildarríki skulu vígbúast af kappi”. Þá er fjallað með mörgum orðum um að hermálaþjónusta Evrópusambandsins sé til ráðgjafar við vígbúnað og styrkingu og þróun á hergagnaiðnaði.

 

https://fridur.is/er-evropusambandi%C3%B0-ekki-fri%C3%B0arbandalag/


Stríð og friður á Samstöðinni

Stríð og frið bar á góma á Samstöðinni í gærkvöldi, 21. nóvember 2024

Tengill er hér að neðan.

Auk Björns Þorlákssonar voru Helga Vala Helgadóttir og Haraldur Ólafsson við borðið. 

Rætt var um að Evrópusambandið væri smám saman að breytast í hernaðarbandalag, það væri einlægur vilji bandalagsins, en það hefði gengið frekar hægt að framfylgja því undanfarin ár. Nú sjá þeir sem hallast að hernaði sér leik á borði að herða á hervæðingu bandalagsins. 

Minnt var á að í Lissabonsáttmála Evrópusambandsins væru viðamiklar kvaðir lagðar á aðildarríki hvað varðar raðstöfun fjármuna til hermála. 

Það er vitaskud fráleitt að færa bandalagi af þessu tagi aukin völd á Íslandi

https://www.youtube.com/watch?v=mYw-m2nf4vg


Úr munni hestsins

Ekki skortir upplýsingar um hvað ýmsir stjórnmálamenn, embættismenn hernaðarkerfis og aðrir álitsgjafar hafa um Rússa að segja og þeirra hugmyndir.  Dýpra er á frumheimildum.  Komast má nær þeim í frétt á rússneskum fjölmiðli sem er bannaður í Evrópusambandinu.  Tengill á fréttina er hér að neðan, en textinn er líka birtur hér að neðan, ef fréttin skyldi gufa upp eða sambandið rofna, eins og gerst hefur víða. 

Í textanum að neðan eru þær málsgreinar feitletraðar sem sérstök ástæða er fyrir Íslendinga að lesa, en af þeim má draga þá ályktun að Ísland sé eða geti verið skotmark fyrir kjarnorkuvopn. Í 3. grein er sérstaklega rætt um ríki sem hjálpa öðrum sem eru í stríði við Rússland. 

 

 

Russia’s new nuclear doctrine


1.

State policy on Nuclear Deterrence is defensive by nature, it is aimed at maintaining the nuclear forces potential at the level sufficient for nuclear deterrence, and guarantees protection of national sovereignty and territorial integrity of the State, and deterrence of a potential adversary from aggression against the Russian Federation and/or its allies. In the event of a military conflict, this Policy provides for the prevention of an escalation of military actions and their termination on conditions that are acceptable for the Russian Federation and/or its allies.                                                                                                                                                                                           
                  
2.
The Russian Federation considers nuclear weapons as a means of deterrence, their use being an extreme and compelled measure, and takes all necessary efforts to reduce nuclear threat and prevent aggravation of interstate relations, that could trigger military conflicts, including nuclear ones.


3.
The Russian Federation ensures nuclear deterrence toward a potential adversary, which is understood to mean any individual states or military coalitions (blocs, alliances) which see the Russian Federation as a potential adversary and possess nuclear arms and/or other weapons of mass destruction or conventional forces with a significant combat capability. Nuclear deterrence is also ensured toward any states which provide the territory, airspace, and/or maritime space under their control as well as resources for preparing and conducting an aggression against the Russian Federation.


4.
An aggression of any single state from a military coalition (bloc, alliance) against the Russian Federation and/or its allies will be regarded as an aggression of the coalition (bloc, alliance) as a whole.

 

5.

An aggression against the Russian Federation and/or its allies of any non-nuclear state with the participation or support of a nuclear state will be regarded as their joint attack.

 

  1. The Russian Federation reserves the right to use nuclear weapons in response to the use of nuclear arms and/or other weapons of mass destruction against itself and/or its allies, as well as in the event of an aggression against the Russian Federation and/or the Republic of Belarus as constituents of the Union State using conventional arms, if such an aggression creates a critical threat for their sovereignty and/or territorial integrity.

 

7.

The decision to use nuclear weapons is taken by the President of the Russian Federation.

 

https://www.rt.com/news/607881-experts-react-russia-nuclear-doctrine/


Stríðsherra eða utanríkisráðherra friðelskandi þjóðar?

Framganga utanríkisráðherra er sívaxandi áhyggjuefni. 

Svar Rússa var að gera Ísland að skotmarki fyrir kjarnorkuvopn.

 

thordis-kolbrun


Sorgarfréttir

Alþingi samþykkti í dag fjárlagafrumvarpið með heimildum fyrir 7 milljarða króna í hernaðarbrölt í Úkraínu, land sem er ekki einu sinni í Nató og fyrir stríð sem kemur okkur ekki við. Peningarnir fara í vopnakaup og herbúningar og fleira tengt stríði.

Einungis 21 þingmaður samþykkti frumvarpið, þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hinir flokkarnir voru ýmis fjarverandi eða sátu hjá. Dugleysi og heigulsháttur hjá þingmmönnum að geta ekki druslast til að fjarlægja þetta úr frumvarpinu.

Nú er að sjá hvort forseti Íslands standi við orðin sem hún sagði í framboðinu um að Ísland ætti alltaf að vera boðberi friðar og að vopn væru aldrei lausnin. Voru þetta innantóm orð? Er hún bara tækifærissinni sem lýgur hverju sem er til að komast í embætti? Er hún alveg jafn mikill landráðamaður og þau hin?


Grundvallarspurning

Það eru nokkrar grundvallarspurningar sem Íslendingar neyðast til að velta fyrir sér.  

Ein er þessi:

Ef uppi verður ágreiningur í útlöndum og menn fara að drepa hverjir aðra í stórum stíl, hvort eiga Íslendingar að meta hvor hafi betri málstað og kaupa handa honum sprengjur eða reyna eftir fremsta megni að bera klæði á vopnin?

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gegn stríði

Höfundur

Hildur Þórðardóttir
Hildur Þórðardóttir

Samtök gegn stríði voru stofnuð til að mótmæla vopnakaupum íslenska ríkisins. Ekki aðeins eru þau ólögleg samkvæmt íslenskum lögum heldur ganga þvert á vilja þjóðarinnar.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • afstada-ukraina-europa.eu
  • tjorvi-helgi-hrafn-ukraina
  • thordis-kolbrun
  • ukraina-prosent-flokkar
  • ukraina-prosent-heild

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband